Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) semja um áframhaldandi ráðgjöf til kúabænda - Fréttatilkynning 11-08-2016

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum uppá fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Fóðurráðgjafar RML munu annast alla framkvæmdina frá töku sýna til fóðuráætlunar og verða þannig í beinum samskiptum við bændur. Í ár munum við auka þjónustuna enn frekar með því að bjóða upp á heimsókn ráðgjafa RML til viðskiptavinar, eftir að fóðuráætlunin hefur verið gerð.

„Samstarf Bústólpa og RML gekk mjög vel s.l. haust og mikil ánægja var meðal viðskiptavina Bústólpa með þessa auknu þjónustu. Við erum því afar ánægð með áframhaldandi samstarf við RML um fóðurráðgjöf til viðskiptavina okkar“ segir Hanna Dögg Maronsdóttir sölu- og markaðsstjóri Bústólpa.

Hjá RML er að finna víðtæka þekkingu á fóðrun íslenskra gripa. RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar þeirra víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Við fóðuráætlanagerð er stuðst við samnorræna fóðurmatskerfið NorFor ásamt sérhæfðum forritum. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

„Það er mikilvægt fyrir bændur að þekkja sitt gróffóður vel til að hámarka afurðir og lágmarka um leið kostnað við fóðrun og munum við að sjálfsögðu leiðbeina okkar bændum áfram eins og áður ef leitað er til okkar beint“ segir Hanna Dögg.

(Á myndinni eru t.v. Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun hjá RML og t.h. Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóra Bústólpa). 

 

Nánari upplýsingar veita:

Hanna Dögg Maronsdóttir hjá Bústólpa 460-3354 eða hanna@bustolpi.is
og Hólmgeir Karlsson hjá Bústólpa í síma 460-3357 eða holmgeir@bustolpi.is