Fóðurflutningar

Dreifikerfi Bústólpa

Bústólpi á og rekur fjóra sérútbúna fóðurbíla sem dreifa lausu fóðri. Mest af því fóðri sem framleitt er hjá Bústólpa og selt er til viðskiptavina er flutt laust með tankbílum Bústólpa heim á bæ þar sem fóðrinu er dælt í fóðursíló.

Virkt gæðakerfi er við framleiðslu og dreifingu á fóðri sem hefur það að markmiði að fóðurgæði haldist allt frá framleiðslu til viðskiptavina. Starfsmenn fóðurdreifingar leggja mikinn metnað í að halda bílum hreinum og eru fóðurtankar bílanna einnig sótthreinsaðir reglulega með viðurkenndum efnum.

Í dag dreifir fyrirtækið fóðri til bænda á svæðinu frá Húnavatnssýslum allt austur í Berufjörð.

Hafðu samband