Fréttir

HEYSÝNATAKA – EFNAMÆLINGAR - FÓÐURRÁÐGJÖF

heysynataka_2019_postlisti

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría þjónustu við töku heysýna, efnamælingar á þeim og fóðurráðgjöf. Nú í ár mun nýr fóðurfræðingur Bústólpa Berglind Ósk annast verkefnið.

Bústólpi mun áfram bjóða upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar ásamt eftirfylgni heimsókn sé þess óskað. Fóðursérfræðingur Bústólpa mun annast alla framkvæmdina, frá töku sýna til fóðuráætlunar.

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Ný vefverslun Bústólpa

bustolpi-5770-kynning-a-vefverslun-web_instagram-facebook-1080x1080

Bústólpi hefur opnað nýja og glæsilega vefverslun.

Þar geta viðskiptavinir verslað þegar þeim hentar og valið um að fá vöruna senda til sín eða sækja í verslun Bústólpa.

 Með þessu viljum við auka þjónustuna við okkar viðskiptavini.

Fréttatilkynning frá Bústólpa um fóðurverð

Vegna fréttar á vef Landsambands kúabænda í dag 16. maí um lækkanir innlendu fóðurframleiðendanna Líflands og Fóðurblöndunnar á kjarnfóðurverði til bænda um 1% vill Bústólpi vekja athygli á eftirfarandi:

Í fréttinni kemur einnig fram að Bústólpi og aðrir söluaðilar hafi ekki hreyft við verðskrá sinni á árinu og gildandi verðskrá Bústólpa sé frá 26. nóvember 2018. “Vonandi munu aðrir á markaðinum fylgja þessu góða fordæmi eftir og færa verðskrár sínar niður á við” segir einnig í fréttinni.

Mannabreytingar í DeLaval þjónustunni hjá Bústólpa

bergur

Þær mannabreytingar hafa orðið í DeLaval þjónustunni hjá okkur að Haraldur Þór Vilhjálmsson lét af störfum að eigin ósk um nýliðin mánaðamót. Þökkum við Haraldi hans góða tíma hjá okkur.

Bergur Guðmundsson hefur verið ráðinn í hans stað fyrir sunnan og hefur Bergur þegar hafið störf og tekið við þjónustubílnum af Haraldi.

Bergur Guðmundsson er 38 ára og með sveinspróf í bifvélavirkjun og búsettur á Brjánsstöðum með fjölskyldu sinni. Bergur hefur unnið við viðgerðir á vélum og bílum á verkstæðum og frá 2015 starfað sem sjálfstæður verktaki í sinni iðngrein.

Opnunartímar um jól og áramót

Aðfangadagur: lokað
25/12 og 26/12 lokað
27/12 og 28/12 hefðbundinn opnunartími
Gamlársdagur: lokað vegna talningar
Nýársdagur: lokað

Framúrskarandi fyrirtæki áttunda árið í röð

ff2011-2018-horz

Við hjá Bústólpa eigum því láni að fagna að hafa nú áttunda árið í röð verið valin í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi af Creditinfo en í ári hlutu 2 % íslenskra fyrirtækja slíka viðurkenningu.

Við tökum afar stolt og þakklát við þessari viðurkenningu og þökkum einna helst tryggum viðskiptavinum okkar sem og starfsfólki þennan heiður.

Fréttatilkynning – hækkun á kjarnfóðurverði 26-11-2018

Verð á kjarnfóðri hækkar hjá Bústólpa frá og með deginum í dag 26. nóvember 2018. Hækkunin nemur 3 – 4% mismunandi eftir tegundum og er tilkomin vegna veikingar á gengi krónunnar. Síðasta verðbreyting hjá Bústólpa var 25. september í haust og hefur fyrirtækið tekið á sig hækkanir sem orðið hafa síðan þá.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

 

Fréttatilkynning frá Bústólpa 25.09.2018

Verðhækkun á kjarnfóðri 25. september 2018

Frá og með deginum í dag 25. september hækkar verð á kjarnfóðri um 3% hjá Bústólpa. Hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana á innfluttum hráefnum.

 Nánari upplýsingar veitir aðstoðarframkvæmdastjóri í síma 460 3350

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) endurnýja samning sinn um fóðurráðgjöf til kúabænda

rml_og_bustolpi

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt fjórða árið í röð um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum uppá fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Viðskiptavinum býðst einnig að fá ráðgjafa RML í heimsókn eftir að fóðuráætlun hefur verið gerð.

Fréttatilkynning frá Bústólpa 07-08-2018

Verðhækkun á kjarnfóðri 7. ágúst 2018.

Frá og með deginum í dag 7. ágúst hækkar verð á kjarnfóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,5 til 4,0% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunar eru tíðar hækkanir á innfluttum hráefnum í sumar, en Bústólpi hefur ekki sett þær hækkanir út í verðlagið fyrr en nú.

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350