Fréttir

Fréttatilkynning - Verðlækkun á fóðri 1. október 2016

londun

Bústólpi hefur lækkað verð á kjarnfóðri frá og með 1. október. Lækkunin er 3% og er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðara gengis.

Um helgina stóð yfir löndun á byggi og hveiti hjá Bústólpa. Þar sem birgðastaða okkar á hráefnum er lág skilar lækkunin hráefnisverðsins sér strax til viðskiptavina Bústólpa.

londun.jpg

Fréttatilkynning – Lækkun verðs á kjarnfóðri - 08-09-2016

Verð á kjarnfóðri lækkar hjá Bústólpa um 2% og tekur lækkunin gildi fimmtudaginn 8. september 2016.

Vegna hagstæðrar þróunar á gengi og lækkandi verðs á ný á hrávörumörkuðum erlendis lækkar verð á kjarnfóðri hjá okkur nú.
Síðasta verðbreyting á kjarnfóðri hjá Bústólpa var þann 25. júlí síðast liðinn.

Uppfærðan verðlista má finna hér

Þjónustudeildir DeLaval sameinaðar - 01-09-2016

delaval-frettatilkynning

Til þess að tryggja betur þjónustuna við eigendur DeLaval mjaltaþjóna og hefðbundinna mjaltakerfa hefur verið ákveðið að sameina þjónustuna í eina deild hjá Bústólpa á Akureyri. Fram að þessu hefur þjónustan verið rekin bæði hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík og hjá Bústólpa á Akureyri.

Við þessar breytingar færast tveir starfsmenn frá Fóðurblöndunni til Bústólpa. Viðkomandi starfsmenn verða þó áfram staðsettir á Suður- og Vesturlandi eins og verið hefur.

Mikill vöxtur hefur verið í sölu á DeLaval mjaltabúnaði, sérstaklega mjaltaþjónum, síðast liðin ár og því mikilvægt að efla enn frekar þjónustu við bændur á þessu sviði. Sameining þjónustunnar í eina deild mun gera þjónustuna skilvirkari og betri.

Bústólpi færir Hvanneyrarbúinu Colo-Quick broddmjólkurtæki að gjöf

20160629_131644

Bústólpi gaf nú á dögunum Hvanneyrarbúinu Colo-Quick broddmjólkurtæki til eignar. Tilgangurinn með Colo-Quick broddmjólkurtækinu er að eiga alltaf tiltæka broddmjólk af háum gæðum til að gefa nýfæddum kálfum. Broddmjólk er með búnaðinum gæðametin eftir burð og aðeins besta mjólkin valin til frystingar og notkunar síðar fyrir nýfædda kálfa.

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) semja um áframhaldandi ráðgjöf til kúabænda - Fréttatilkynning 11-08-2016

hanna-og-berglind-3

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum uppá fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Fóðurráðgjafar RML munu annast alla framkvæmdina frá töku sýna til fóðuráætlunar og verða þannig í beinum samskiptum við bændur.

Fréttatilkynning 14-07-2016 – Verðhækkun á kjarnfóðri

Vegna umtalsverðra hækkana á hrávörum á undanförnum vikum, einkum sojamjöli, mun verð á kjarnfóðri hækka hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,5 til 4,0% og tekur gildi frá og með 25. júlí 2016, en á þeim tíma hafa framkomnar hækkanir hráefna komið að fullu fram í okkar framleiðslu.
Mest er hækkunin á hreinum sojamjölsblöndum eða 4%. Annað fóður hækkar minna.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Vorgleði í verslun Bústólpa 12. maí 2016

vorgledi_i_verslun_bustolpa_12-05-2016

Vorgleði verður í verslun Bústólpa á Akureyri fimmtudaginn 12. maí n.k.
Kynningar verða á rafgirðingavörum frá Gallagher, broddmjólkurtæki frá ColoQuick og vörum frá DeLaval.

Kaffi og vöfflur í boði og veglegir happdrættisvinningar

Frábærir afslættir á vörum þennan dag:

25% af blönduboxum fyrir steinefnablöndur
20% af gæludýrafóðri
15% af rafgirðingavörum frá Gallagher
10% af lóðafræi og áburði í smápakkningum
  8% af lambamjólk og Lamm 500 lambakögglum

Fréttatilkynnig 1. mars 2016: Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri

Bústólpi lækkar verð á öllu kjarnfóðri um 4%. Nokkrar tegundir lækka þó enn meir eða 4,5 til 5%.
Lækkunin er tilkomin vegna áframhaldandi lækkana á heimsmarkaðsverði korns og hagstæðs gengis krónunnar. Lækkunin nú tekur einnig tillit til hagstæðara verðs á korni sem er á leið til landsins og munu bændur því njóta þess strax. Er þetta sjöunda lækkun félagsins í röð á kjarnfóðri frá því í maí 2013. Lækkunin hefur þegar tekið gildi.

Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri, í síma 460 3350

Framúrskarandi fyrirtæki 2015 - 3/2

framurskarandi_2015

Bústólpi ehf. hlaut í ár viðurkenningu Credit Info sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi, en 1,9% íslenskra fyrirtækja fá slíka viðurkenningu í ár.
Er þetta 5 árið í röð sem fyrirtækið hlýtur slíka viðurkenningu.

Hanna Dögg Maronsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa tóku við viðurkenningunni í Hörpu á miðvikudaginn var.

Bústólpi þakkar starfsfólki sínu öllu og tryggum viðskiptavinum þennan frábæra árangur.