Fréttir

Verslun Bústólpa opnar aftur 5. maí

Við höfum opnað verslunina okkar aftur.

Við förum að sjálfsögð eftir öllum leiðbeiningum sóttvarnalæknis og biðjum ykkur að taka þátt í því með okkur.

 Opnunartími er frá 8:00 - 16:00 alla virka daga.

 Vefverslunin okkar er þó alltaf opin: https://verslun.bustolpi.is/

 Hlökkum til að sjá ykkur!

 Starfsfólk Bústólpa

Fréttatilkynning – verðhækkun á fóðri 7/4 2020

Frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2020 hækkar verð á fóðri hjá Bústólpa. Hækkunin er aðallega tilkomin vegna mikillar veikingar á gengi krónunnar á undanförnum vikum. Hækkunin er mismunandi eftir tegundum en að jafnaði er fóður að hækka um 5 – 6 %

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma: 460 3350

Til viðskiptavina Bústólpa – Vegna COVID-19 - Akureyri 23-03-2020

Tímabundin lokun verslunar á Akureyri

Til að draga enn frekar úr áhættu fyrir viðskiptavini okkar og starfsfólk höfum við ákveðið að loka verslun Bústólpa tímabundið eða þar til annað verður ákveðið.

Þar sem viðskiptavinir okkar koma allstaðar að af svæðinu teljum við þetta mikilvægt til að tryggja að við verðum ekki dreifistöð smits ef upp kæmi.

Allar okkar vörur verða þó áfram aðgengilegar og í sölu en bara á þann hátt að viðskiptavinir þurfa að hringja inn sínar pantanir eða panta í vefversluninni okkar www.bustolpi.is 

Viðbragðsáætlun vegna COVID-19 Akureyri 09-03-2020

Vegna COVID-19 veirufaraldursins hefur Bústólpi virkjað viðbragðsáætlun í samræmi við viðbragðsáætlun Sóttvarnalæknis og Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra "Heimsfaraldur, Landsáætlun, útgáfa 3.0

Bústólpi sem fóðurfyrirtæki er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og veruleg truflun á rekstri þess eða tímabundin stöðvun vegna faraldursins myndi hafa alvarlegar afleiðingar útí samfélagið, þar sem ekki væri hægt að koma fóðri til bænda.

Allar okkar áætlanir miða að því að tryggja órofinn rekstur fyrirtækisins og öryggi starfsfólks.

Vegna eðlis málsins er áætlunin endurskoðuð frá degi til dags.

Nánari upplýsingar veitir framkævmdastjóri í síma 460-3350

Fréttatilkynning - Hækkun á flutningatöxtum 1. mars 2020

Frá og með 1. mars 2020 hækka flutningsgjöld á lausafóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur um 5% að jafnaði, en verð á flutning hefur haldist óbreytt síðan í apríl 2012. Hækkunin er tilkomin vegna almennra launahækkana og hækkunar á olíu.

Opnunartími í Bústólpa yfir jól og áramót

Mánudaginn 23. des: Hefðbundinn opnunartími.

Aðfangdagur, jóladagur og annar í jólum: Lokað.

Föstdaginn 27. des: Hefðbundinn opnunartími.

Mánudaginn 30. des: Hefðbundinn opnunartími.

Gamlársdagur: Lokað.

Nýársdagur: Lokað.

HEYSÝNATAKA – EFNAMÆLINGAR - FÓÐURRÁÐGJÖF

heysynataka_2019_postlisti

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría þjónustu við töku heysýna, efnamælingar á þeim og fóðurráðgjöf. Nú í ár mun nýr fóðurfræðingur Bústólpa Berglind Ósk annast verkefnið.

Bústólpi mun áfram bjóða upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar ásamt eftirfylgni heimsókn sé þess óskað. Fóðursérfræðingur Bústólpa mun annast alla framkvæmdina, frá töku sýna til fóðuráætlunar.

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Ný vefverslun Bústólpa

bustolpi-5770-kynning-a-vefverslun-web_instagram-facebook-1080x1080

Bústólpi hefur opnað nýja og glæsilega vefverslun.

Þar geta viðskiptavinir verslað þegar þeim hentar og valið um að fá vöruna senda til sín eða sækja í verslun Bústólpa.

 Með þessu viljum við auka þjónustuna við okkar viðskiptavini.

Fréttatilkynning frá Bústólpa um fóðurverð

Vegna fréttar á vef Landsambands kúabænda í dag 16. maí um lækkanir innlendu fóðurframleiðendanna Líflands og Fóðurblöndunnar á kjarnfóðurverði til bænda um 1% vill Bústólpi vekja athygli á eftirfarandi:

Í fréttinni kemur einnig fram að Bústólpi og aðrir söluaðilar hafi ekki hreyft við verðskrá sinni á árinu og gildandi verðskrá Bústólpa sé frá 26. nóvember 2018. “Vonandi munu aðrir á markaðinum fylgja þessu góða fordæmi eftir og færa verðskrár sínar niður á við” segir einnig í fréttinni.

Mannabreytingar í DeLaval þjónustunni hjá Bústólpa

bergur

Þær mannabreytingar hafa orðið í DeLaval þjónustunni hjá okkur að Haraldur Þór Vilhjálmsson lét af störfum að eigin ósk um nýliðin mánaðamót. Þökkum við Haraldi hans góða tíma hjá okkur.

Bergur Guðmundsson hefur verið ráðinn í hans stað fyrir sunnan og hefur Bergur þegar hafið störf og tekið við þjónustubílnum af Haraldi.

Bergur Guðmundsson er 38 ára og með sveinspróf í bifvélavirkjun og búsettur á Brjánsstöðum með fjölskyldu sinni. Bergur hefur unnið við viðgerðir á vélum og bílum á verkstæðum og frá 2015 starfað sem sjálfstæður verktaki í sinni iðngrein.