Fréttir

Fréttatilkynning – hækkun á kjarnfóðurverði 26-11-2018

Verð á kjarnfóðri hækkar hjá Bústólpa frá og með deginum í dag 26. nóvember 2018. Hækkunin nemur 3 – 4% mismunandi eftir tegundum og er tilkomin vegna veikingar á gengi krónunnar. Síðasta verðbreyting hjá Bústólpa var 25. september í haust og hefur fyrirtækið tekið á sig hækkanir sem orðið hafa síðan þá.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

 

Fréttatilkynning frá Bústólpa 25.09.2018

Verðhækkun á kjarnfóðri 25. september 2018

Frá og með deginum í dag 25. september hækkar verð á kjarnfóðri um 3% hjá Bústólpa. Hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana á innfluttum hráefnum.

 Nánari upplýsingar veitir aðstoðarframkvæmdastjóri í síma 460 3350

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) endurnýja samning sinn um fóðurráðgjöf til kúabænda

rml_og_bustolpi

Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt fjórða árið í röð um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum uppá fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Viðskiptavinum býðst einnig að fá ráðgjafa RML í heimsókn eftir að fóðuráætlun hefur verið gerð.

Fréttatilkynning frá Bústólpa 07-08-2018

Verðhækkun á kjarnfóðri 7. ágúst 2018.

Frá og með deginum í dag 7. ágúst hækkar verð á kjarnfóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,5 til 4,0% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunar eru tíðar hækkanir á innfluttum hráefnum í sumar, en Bústólpi hefur ekki sett þær hækkanir út í verðlagið fyrr en nú.

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Fréttatilkynning frá Bústólpa 24. maí 2018

Vegna fréttar sem birtist á www.naut.is 22. maí s.l  um óbreytta verðskrá hjá innflutningsaðilum á kjarnfóðri vill Bústólpi kom eftirfarandi á framfæri.

Bústólpi lækkaði einnig verðskrá sína á kjarnfóðri í desember 2016.

Að auki lækkaði Bústólpi verðskrá sína á ný í janúar og aftur í júní 2017, sem ákveðnir innflutningsaðilar á kjarnfóðri fylgdu ekki eftir.  

Féttatilkynning frá Bústólpa 16. maí 2018

Verðhækkun á kjarnfóðri 16. maí 2018.

Bústólpi hækkar verðskrá sína á kjarnfóðri frá og með deginum í dag 16. maí.

Hækkunin er 2% og er tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á sojamjöli og örðum hráefnum.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Dögg Maronsdóttir aðstoðarframkvæmdarstjóri í síma 460-3354.

Fréttatilkynning 26-02-2018 – Fóðurverð hækkar um 2%

Mánudaginn 26-02-2018 hækkar verð á öllu kjarnfóðri hjá Bústólpa um 2%.
Ástæða hækkunarinnar eru hækkanir á hráefnum sem notuð eru til framleiðslunnar.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Sigurbjörg Níelsdóttir ráðin skrifstofustjóri

image

F R É T T A T I L K Y N N I N G  frá Bústólpa 3. nóvember 2017

Sigurbjörg Níelsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra hjá Bústólpa og mun hún hefja störf um eða uppúr áramótum.

Sigurbjörg er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum. Sigurbjörg starfar í dag á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, en starfaði áður um árabil hjá Samskip og einnig sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma: 460-3350

Mikil sala á DeLaval búnaði

vms_2013_460

Frábær sala hefur verið á DeLaval mjaltaþjónum og búnaði í fjós hjá Bústólpa. Á síðustu vikum hafa 8 nýjir DeLaval mjaltaþjónar verið seldir. Við hjá Bústólpa erum afar ánægð með þennan árangur. Við hlökkum til samstarfs við nýja eigundur á komandi árum en við leggjum áherslu á góða þjónustu við okkar viðskiptavini.

DeLaval er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu mjaltabúnaðar og býður upp á lausnir sem ætlað er að tryggja mjólkurgæði, dýraheilbrigði og heildar lífsgæði. DeLaval lausnir eru notaðar af milljónum mjólkurbúa um allan heim á hverjum degi.

Við hjá Bústólpa óskum nýjum DeLaval eigundum innilega til hamingju.

Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri um 1,5%

Frá og með morgundeginum 1. júní 2017 lækkar verð á öllu kjarnfóðri hjá Bústólpa um 1,5%.

Lækkunin nú er tilkomin vegna enn frekari styrkingar krónunnar og hagstæðra innkaupa á hráefnum til framleiðslunnar.

Nýjan verðlista á kjarnfóðri er að finna á heimasíðu félagsins http://www.bustolpi.is/vorur/fodur/fodurverdlisti