Fréttir

Sigurbjörg Níelsdóttir ráðin skrifstofustjóri

image

F R É T T A T I L K Y N N I N G  frá Bústólpa 3. nóvember 2017

Sigurbjörg Níelsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra hjá Bústólpa og mun hún hefja störf um eða uppúr áramótum.

Sigurbjörg er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum. Sigurbjörg starfar í dag á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, en starfaði áður um árabil hjá Samskip og einnig sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma: 460-3350

Mikil sala á DeLaval búnaði

vms_2013_460

Frábær sala hefur verið á DeLaval mjaltaþjónum og búnaði í fjós hjá Bústólpa. Á síðustu vikum hafa 8 nýjir DeLaval mjaltaþjónar verið seldir. Við hjá Bústólpa erum afar ánægð með þennan árangur. Við hlökkum til samstarfs við nýja eigundur á komandi árum en við leggjum áherslu á góða þjónustu við okkar viðskiptavini.

DeLaval er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu mjaltabúnaðar og býður upp á lausnir sem ætlað er að tryggja mjólkurgæði, dýraheilbrigði og heildar lífsgæði. DeLaval lausnir eru notaðar af milljónum mjólkurbúa um allan heim á hverjum degi.

Við hjá Bústólpa óskum nýjum DeLaval eigundum innilega til hamingju.

Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri um 1,5%

Frá og með morgundeginum 1. júní 2017 lækkar verð á öllu kjarnfóðri hjá Bústólpa um 1,5%.

Lækkunin nú er tilkomin vegna enn frekari styrkingar krónunnar og hagstæðra innkaupa á hráefnum til framleiðslunnar.

Nýjan verðlista á kjarnfóðri er að finna á heimasíðu félagsins http://www.bustolpi.is/vorur/fodur/fodurverdlisti

Bústólpafréttir apríl 2017

bustolpafrettir_april_2017

Út er komið blaðið Bústólpafréttir - apríl 2017.
Í blaðinu er meðal annars fjallað um fjárfestingar sem eru framundan. Einnig eru í blaðinu viðtöl við Elvar Frey Pálsson nýráðinn sölu- og dreifingarstjóra fóðurs, Ásdísi Gunnlaugsdóttur sem tók við starfi Verslunarstjóra um áramótin og Stefán Björgvinsson þjónustustjóra Delaval.

Enn lækkar fóðurverð - Fréttatilkynning 2. desember 2016

Viðskiptavinir Bústólpa hafa notið lækkana á hráefnaverði á erlendum mörkuðum og styrkingu krónunnar allt árið jafn óðum og lækkanir hafa komið fram.

Verð á fóðri hjá Bústólpa lækkar nú um 2%. Lækkunin tekur gildi mánudaginn 5. desember. Á síðustu 12 mánuðum hefur verð hjá fyrirtækinu lækkað 5 sinnum en hækkað einu sinni. Heildarlækkun á þessu 12 mánaða tímabili er nú komin í 9,5 til 12% á kúafóðurtegundum og 8% á fuglafóðri.

Á síðustu 3 árum eða frá og með verðlækkun 1. október 2013 hefur verð á kúafóðri fyrirtækisins lækkað um 21 til 26% mismunandi eftir tegundum og fuglafóðri um 18,5%. Er þetta afar jákvæð þróun fyrir landbúnaðinn.


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Fréttatilkynning - Verðlækkun á fóðri 1. október 2016

londun

Bústólpi hefur lækkað verð á kjarnfóðri frá og með 1. október. Lækkunin er 3% og er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðara gengis.

Um helgina stóð yfir löndun á byggi og hveiti hjá Bústólpa. Þar sem birgðastaða okkar á hráefnum er lág skilar lækkunin hráefnisverðsins sér strax til viðskiptavina Bústólpa.

londun.jpg

Fréttatilkynning – Lækkun verðs á kjarnfóðri - 08-09-2016

Verð á kjarnfóðri lækkar hjá Bústólpa um 2% og tekur lækkunin gildi fimmtudaginn 8. september 2016.

Vegna hagstæðrar þróunar á gengi og lækkandi verðs á ný á hrávörumörkuðum erlendis lækkar verð á kjarnfóðri hjá okkur nú.
Síðasta verðbreyting á kjarnfóðri hjá Bústólpa var þann 25. júlí síðast liðinn.

Uppfærðan verðlista má finna hér

Þjónustudeildir DeLaval sameinaðar - 01-09-2016

delaval-frettatilkynning

Til þess að tryggja betur þjónustuna við eigendur DeLaval mjaltaþjóna og hefðbundinna mjaltakerfa hefur verið ákveðið að sameina þjónustuna í eina deild hjá Bústólpa á Akureyri. Fram að þessu hefur þjónustan verið rekin bæði hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík og hjá Bústólpa á Akureyri.

Við þessar breytingar færast tveir starfsmenn frá Fóðurblöndunni til Bústólpa. Viðkomandi starfsmenn verða þó áfram staðsettir á Suður- og Vesturlandi eins og verið hefur.

Mikill vöxtur hefur verið í sölu á DeLaval mjaltabúnaði, sérstaklega mjaltaþjónum, síðast liðin ár og því mikilvægt að efla enn frekar þjónustu við bændur á þessu sviði. Sameining þjónustunnar í eina deild mun gera þjónustuna skilvirkari og betri.

Bústólpi færir Hvanneyrarbúinu Colo-Quick broddmjólkurtæki að gjöf

20160629_131644

Bústólpi gaf nú á dögunum Hvanneyrarbúinu Colo-Quick broddmjólkurtæki til eignar. Tilgangurinn með Colo-Quick broddmjólkurtækinu er að eiga alltaf tiltæka broddmjólk af háum gæðum til að gefa nýfæddum kálfum. Broddmjólk er með búnaðinum gæðametin eftir burð og aðeins besta mjólkin valin til frystingar og notkunar síðar fyrir nýfædda kálfa.