Fréttir

Fréttatilkynning 26-02-2018 – Fóðurverð hækkar um 2%

Mánudaginn 26-02-2018 hækkar verð á öllu kjarnfóðri hjá Bústólpa um 2%.
Ástæða hækkunarinnar eru hækkanir á hráefnum sem notuð eru til framleiðslunnar.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Sigurbjörg Níelsdóttir ráðin skrifstofustjóri

image

F R É T T A T I L K Y N N I N G  frá Bústólpa 3. nóvember 2017

Sigurbjörg Níelsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra hjá Bústólpa og mun hún hefja störf um eða uppúr áramótum.

Sigurbjörg er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum. Sigurbjörg starfar í dag á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, en starfaði áður um árabil hjá Samskip og einnig sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma: 460-3350

Mikil sala á DeLaval búnaði

vms_2013_460

Frábær sala hefur verið á DeLaval mjaltaþjónum og búnaði í fjós hjá Bústólpa. Á síðustu vikum hafa 8 nýjir DeLaval mjaltaþjónar verið seldir. Við hjá Bústólpa erum afar ánægð með þennan árangur. Við hlökkum til samstarfs við nýja eigundur á komandi árum en við leggjum áherslu á góða þjónustu við okkar viðskiptavini.

DeLaval er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu mjaltabúnaðar og býður upp á lausnir sem ætlað er að tryggja mjólkurgæði, dýraheilbrigði og heildar lífsgæði. DeLaval lausnir eru notaðar af milljónum mjólkurbúa um allan heim á hverjum degi.

Við hjá Bústólpa óskum nýjum DeLaval eigundum innilega til hamingju.

Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri um 1,5%

Frá og með morgundeginum 1. júní 2017 lækkar verð á öllu kjarnfóðri hjá Bústólpa um 1,5%.

Lækkunin nú er tilkomin vegna enn frekari styrkingar krónunnar og hagstæðra innkaupa á hráefnum til framleiðslunnar.

Nýjan verðlista á kjarnfóðri er að finna á heimasíðu félagsins http://www.bustolpi.is/vorur/fodur/fodurverdlisti

Bústólpafréttir apríl 2017

bustolpafrettir_april_2017

Út er komið blaðið Bústólpafréttir - apríl 2017.
Í blaðinu er meðal annars fjallað um fjárfestingar sem eru framundan. Einnig eru í blaðinu viðtöl við Elvar Frey Pálsson nýráðinn sölu- og dreifingarstjóra fóðurs, Ásdísi Gunnlaugsdóttur sem tók við starfi Verslunarstjóra um áramótin og Stefán Björgvinsson þjónustustjóra Delaval.

Enn lækkar fóðurverð - Fréttatilkynning 2. desember 2016

Viðskiptavinir Bústólpa hafa notið lækkana á hráefnaverði á erlendum mörkuðum og styrkingu krónunnar allt árið jafn óðum og lækkanir hafa komið fram.

Verð á fóðri hjá Bústólpa lækkar nú um 2%. Lækkunin tekur gildi mánudaginn 5. desember. Á síðustu 12 mánuðum hefur verð hjá fyrirtækinu lækkað 5 sinnum en hækkað einu sinni. Heildarlækkun á þessu 12 mánaða tímabili er nú komin í 9,5 til 12% á kúafóðurtegundum og 8% á fuglafóðri.

Á síðustu 3 árum eða frá og með verðlækkun 1. október 2013 hefur verð á kúafóðri fyrirtækisins lækkað um 21 til 26% mismunandi eftir tegundum og fuglafóðri um 18,5%. Er þetta afar jákvæð þróun fyrir landbúnaðinn.


Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350

Fréttatilkynning - Verðlækkun á fóðri 1. október 2016

londun

Bústólpi hefur lækkað verð á kjarnfóðri frá og með 1. október. Lækkunin er 3% og er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðara gengis.

Um helgina stóð yfir löndun á byggi og hveiti hjá Bústólpa. Þar sem birgðastaða okkar á hráefnum er lág skilar lækkunin hráefnisverðsins sér strax til viðskiptavina Bústólpa.

londun.jpg

Fréttatilkynning – Lækkun verðs á kjarnfóðri - 08-09-2016

Verð á kjarnfóðri lækkar hjá Bústólpa um 2% og tekur lækkunin gildi fimmtudaginn 8. september 2016.

Vegna hagstæðrar þróunar á gengi og lækkandi verðs á ný á hrávörumörkuðum erlendis lækkar verð á kjarnfóðri hjá okkur nú.
Síðasta verðbreyting á kjarnfóðri hjá Bústólpa var þann 25. júlí síðast liðinn.

Uppfærðan verðlista má finna hér

Þjónustudeildir DeLaval sameinaðar - 01-09-2016

delaval-frettatilkynning

Til þess að tryggja betur þjónustuna við eigendur DeLaval mjaltaþjóna og hefðbundinna mjaltakerfa hefur verið ákveðið að sameina þjónustuna í eina deild hjá Bústólpa á Akureyri. Fram að þessu hefur þjónustan verið rekin bæði hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík og hjá Bústólpa á Akureyri.

Við þessar breytingar færast tveir starfsmenn frá Fóðurblöndunni til Bústólpa. Viðkomandi starfsmenn verða þó áfram staðsettir á Suður- og Vesturlandi eins og verið hefur.

Mikill vöxtur hefur verið í sölu á DeLaval mjaltabúnaði, sérstaklega mjaltaþjónum, síðast liðin ár og því mikilvægt að efla enn frekar þjónustu við bændur á þessu sviði. Sameining þjónustunnar í eina deild mun gera þjónustuna skilvirkari og betri.