Fréttatilkynning – Lækkun verðs á kjarnfóðri - 08-09-2016

Verð á kjarnfóðri lækkar hjá Bústólpa um 2% og tekur lækkunin gildi fimmtudaginn 8. september 2016.

Vegna hagstæðrar þróunar á gengi og lækkandi verðs á ný á hrávörumörkuðum erlendis lækkar verð á kjarnfóðri hjá okkur nú.
Síðasta verðbreyting á kjarnfóðri hjá Bústólpa var þann 25. júlí síðast liðinn.

Uppfærðan verðlista má finna hér