Fréttatilkynning frá Bústólpa 07-08-2018

Verðhækkun á kjarnfóðri 7. ágúst 2018.

Frá og með deginum í dag 7. ágúst hækkar verð á kjarnfóðri hjá Bústólpa. Hækkunin nemur 2,5 til 4,0% mismunandi eftir tegundum. Ástæða hækkunar eru tíðar hækkanir á innfluttum hráefnum í sumar, en Bústólpi hefur ekki sett þær hækkanir út í verðlagið fyrr en nú.

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350