Fréttatilkynning frá Bústólpa um fóðurverð

Vegna fréttar á vef Landsambands kúabænda í dag 16. maí um lækkanir innlendu fóðurframleiðendanna Líflands og Fóðurblöndunnar á kjarnfóðurverði til bænda um 1% vill Bústólpi vekja athygli á eftirfarandi:

Í fréttinni kemur einnig fram að Bústólpi og aðrir söluaðilar hafi ekki hreyft við verðskrá sinni á árinu og gildandi verðskrá Bústólpa sé frá 26. nóvember 2018. “Vonandi munu aðrir á markaðinum fylgja þessu góða fordæmi eftir og færa verðskrár sínar niður á við” segir einnig í fréttinni.

Af þessu tilefni vill Bústólpi vekja athygli á því að fyrirtækið hækkaði ekki verð á kjarnfóðri sínu í upphafi árs, en þá hækkuðu umrædd fyrirtæki fóður um u.þ.b. 2,5%.
Ekki kemur því til lækkunar á fóðri nú hjá Bústólpa, þar sem fyrirtækið hefur tekið á sig hækkanir vegna gengis og hráefna seinnihluta vetrar og látið viðskiptavini njóta þess.

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460 3350