HEYSÝNATAKA – EFNAMÆLINGAR - FÓÐURRÁÐGJÖF

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría þjónustu við töku heysýna, efnamælingar á þeim og fóðurráðgjöf. Nú í ár mun nýr fóðurfræðingur Bústólpa Berglind Ósk annast verkefnið.

Bústólpi mun áfram bjóða upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar ásamt eftirfylgni heimsókn sé þess óskað. Fóðursérfræðingur Bústólpa mun annast alla framkvæmdina, frá töku sýna til fóðuráætlunar.

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Viðbótarþjónusta

Óski bændur eftir fleiri heysýnum eða frekari vinnu við fóðuráætlanagerð seinna meir, t.d. ef miklar breytingar verða á gróffóðurgjöf á miðjum vetri, geta viðskiptavinir keypt viðbótarþjónustu af Bústólpa.

Bústólpi mun bjóða upp á tvo valkosti gegn gjaldi sem kemur þá til viðbótar við fríu ráðgjöfina en einnig er hægt að óska eftir þjónustu gegn gjaldi per klst. 

Fóðurráðgjöf 2 (8 klst) 

Fóðurráðgjöf 2 inniheldur viðbótarráðgjöf fóðurfræðings og auka heimsókn. Vöktun og frekari eftirfylgni áætlana. 

Verð: 67.721 kr. án vsk.

Fóðurráðgjöf 3 (10 klst) 

Fóðurráðgjöf 3 inniheldur viðbótarráðgjöf fóðurfræðings og auka heimsókn. Vöktun og frekari eftirfylgni áætlana. Fóðurfræðingur veitir einnig ráðgjöf við uppsetningu á fóðurtöflu og stillingar tengdum fóðrun í mjaltaþjónum.

Verð: 84.652 kr. án vsk.

Pantaðu sýnatöku hjá okkur fyrir 30. ágúst.

Hafir þú áhuga á að fá slíka þjónustu frá okkur leggur þú inn pöntun fyrir 30. ágúst á netfangið elvar@bustolpi.is eða hringir í síma 460 3350.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Bústólpa.