HEYSÝNATAKA – EFNAMÆLINGAR - FÓÐURRÁÐGJÖF

Bústólpi mun áfram bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría þjónustu við töku heysýna, efnamælingar á þeim og fóðurráðgjöf. Berglind Ósk fóðurfræðingur Bústólpa mun annast verkefnið. Fóðuráætlanagerð felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunn fóðuráætlunar ásamt eftirfylgni heimsókn sé þess óskað. 

Við hjá Bústólpa leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu við okkar viðskiptavini. Það er okkur mikilvægt að bændur geti hámarkað sínar afurðir á sem hagkvæmastan hátt með því að fá faglega ráðgjöf um fóðrun og aðstoð við val á kjarnfóðri sem hentar hverju sinni á móti gróffóðrinu.

Þeir viðskiptavinir sem hafa áhuga að slíkri þjónustu vinsamlegast sendið póst á netfangið asdis@bustolpi.is fyrir 31. ágúst n.k.