Mannabreytingar í DeLaval þjónustunni hjá Bústólpa

Þær mannabreytingar hafa orðið í DeLaval þjónustunni hjá okkur að Haraldur Þór Vilhjálmsson lét af störfum að eigin ósk um nýliðin mánaðamót. Þökkum við Haraldi hans góða tíma hjá okkur.

Bergur Guðmundsson hefur verið ráðinn í hans stað fyrir sunnan og hefur Bergur þegar hafið störf og tekið við þjónustubílnum af Haraldi.

Bergur Guðmundsson er 38 ára og með sveinspróf í bifvélavirkjun og búsettur á Brjánsstöðum með fjölskyldu sinni. Bergur hefur unnið við viðgerðir á vélum og bílum á verkstæðum og frá 2015 starfað sem sjálfstæður verktaki í sinni iðngrein.

Bergur hefur þegar hafið störf.