Mikil sala á DeLaval búnaði

Frábær sala hefur verið á DeLaval mjaltaþjónum og búnaði í fjós hjá Bústólpa. Á síðustu vikum hafa 8 nýjir DeLaval mjaltaþjónar verið seldir. Við hjá Bústólpa erum afar ánægð með þennan árangur. Við hlökkum til samstarfs við nýja eigundur á komandi árum en við leggjum áherslu á góða þjónustu við okkar viðskiptavini.

DeLaval er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu mjaltabúnaðar og býður upp á lausnir sem ætlað er að tryggja mjólkurgæði, dýraheilbrigði og heildar lífsgæði. DeLaval lausnir eru notaðar af milljónum mjólkurbúa um allan heim á hverjum degi.

Við hjá Bústólpa óskum nýjum DeLaval eigundum innilega til hamingju.