Sigurbjörg Níelsdóttir ráðin skrifstofustjóri

F R É T T A T I L K Y N N I N G  frá Bústólpa 3. nóvember 2017

Sigurbjörg Níelsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra hjá Bústólpa og mun hún hefja störf um eða uppúr áramótum.

Sigurbjörg er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af skrifstofustörfum. Sigurbjörg starfar í dag á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, en starfaði áður um árabil hjá Samskip og einnig sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma: 460-3350