Til viðskiptavina Bústólpa – Vegna COVID-19 - Akureyri 23-03-2020

Tímabundin lokun verslunar á Akureyri

Til að draga enn frekar úr áhættu fyrir viðskiptavini okkar og starfsfólk höfum við ákveðið að loka verslun Bústólpa tímabundið eða þar til annað verður ákveðið.

Þar sem viðskiptavinir okkar koma allstaðar að af svæðinu teljum við þetta mikilvægt til að tryggja að við verðum ekki dreifistöð smits ef upp kæmi.

Allar okkar vörur verða þó áfram aðgengilegar og í sölu en bara á þann hátt að viðskiptavinir þurfa að hringja inn sínar pantanir eða panta í vefversluninni okkar www.bustolpi.is 

Svona gerum við þetta:

1. Þið pantið í vefverslun www.bustolpi.is , í síma 460 3350 eða með tölvupósti á netfangið bustolpi@bustolpi.is

2. Okkar starfsfólk tekur til vöruna áður en þið komið.

3. Þið sækið vöruna og fáið hana afhenta utan við lagerinn að austanverðu
(Vinsamlega bíðið eftir afgreiðslu þar, ekki fara inná lager. Hringið í síma 460 3350 ef starfsmaður er ekki sjáanlegur þegar þið komið).

Vonum að þið sýnið þessu öll skilning þar sem þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll. Framundan eru annatímar í sölu og afhendingu á öllum vor- og sumarvörum og því mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við ykkur.

Bestu kveðjur
Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri