Viðbragðsáætlun vegna COVID-19 Akureyri 09-03-2020

Vegna COVID-19 veirufaraldursins hefur Bústólpi virkjað viðbragðsáætlun í samræmi við viðbragðsáætlun Sóttvarnalæknis og Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra "Heimsfaraldur, Landsáætlun, útgáfa 3.0

Bústólpi sem fóðurfyrirtæki er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og veruleg truflun á rekstri þess eða tímabundin stöðvun vegna faraldursins myndi hafa alvarlegar afleiðingar útí samfélagið, þar sem ekki væri hægt að koma fóðri til bænda.

Allar okkar áætlanir miða að því að tryggja órofinn rekstur fyrirtækisins og öryggi starfsfólks.

Vegna eðlis málsins er áætlunin endurskoðuð frá degi til dags.

Nánari upplýsingar veitir framkævmdastjóri í síma 460-3350