Kornmóttaka

Kaup á korni

Bústólpi kaupir þurrkað bygg af bændum til vinnslu. Einnig stendur bændum til boða að koma með sitt korn til okkar og fá það unnið í kjarnfóður. Er þá boðið upp á sérvinnslu þar sem kornið er malað, hitameðhöndlað og kögglað. Síðan er val um að bæta í það hráefnum og snefilefnum til að fá þá sérblöndu sem hver óskar. Að vinnslu lokinni er því pakkað í stórsekki eða flutt laust heim til viðkomandi í fóðurbíl og dælt í fóðursíló á bænum.

Sem dæmi um sérvinnslu má nefna:

Kögglað bygg. Er þá byggið malað, hitameðhöndlað og í það bætt melassa. Síðan er blandan köggluð og kæld niður á ný.

Sérblanda. Fleiri hráefnum er bætt saman við byggið eins og t.d. fiskimjöli eða sojamjöli til að auka próteininnihald fóðursins. Einnig er vítamínum og steinefnum bætt við í þeim hlutföllum sem henta t.d. til nautaeldis eða fyrir mjólkurkýr.

Þá er Bústólpi, ásamt bændum, aðili að kornþurrkun á tveimur stöðum, annarsvegar í Vallhólma í Skagafirði og hinsvegar á Hjalteyri við Eyjafjörð.

Tekið er við þurrkuðu byggi lausu á vögnum eða í stórsekkjum við verksmiðju Bústólpa á Akureyri.

Byggið er losað af vögnum með löndunardælu og viktað og metið, sjá hér:

Heimaræktað korn

Vinnsla á korni

Hjá Bústólpa stendur bændum til boða að fá heimaræktað korn sitt unnið og kögglað. Tekið er við korninu eftir þurrkun. Er þá kornið fyrst malað og í það bætt melassa. Kornið er síðan hitameðhöndlað og kögglað. Hefðbundið kögglað bygg er bygg að viðbættum 4% melassa. Að vinnslu lokinni er því pakkað í stórsekki eða flutt heim til viðkomandi laust í fóðurbíl og dælt í fóðursíló á bænum.

Sé þess óskað er kornið blandað fleiri hráefnum eins og próteingjöfum, fiskimjöli eða sojamjöli, ásamt vítamínum og steinefnum þannig að útkoman verði kjarnfóðurblanda sem hentar hverjum og einum.