Áburðarverðskrá 2021
Græðir áburður
Áburðarverðskrá Græðis 2021 er komin út. Í ár bjóðum við upp á fleiri magnesíum- og kalkbættar áburðartegundir en áður. Vöruskráin okkar samanstendur af einkorna og fjölkorna áburðartegundum sem innihalda ríkulegt magn af kalki, magnesíum og selen.
Líkt og undanfarin ár flytur Bústólpi inn sinn áburð í samstarfi við Fóðurblönduna og nær sölusvæðið yfir Eyjafjörð, Þingeyjarsýslur og austur um t.o.m. Vopnafirði.
Bestu verð fást ef áburður er pantaður fyrir 31. janúar 2021 og greiddur fyrir eindaga 15. mars 2021, en einnig eru í boði hagstæðir vaxtalausir greiðslusamningar líkt og í fyrra.
Við bjóðum áfram sérstakan vildarafslátt til tryggra viðskiptavina Bústólpa.
Nýja verðskrá má sjá hér: Áburðarverðskrá 2021
og vöruskrá: Áburðarvöruskrá 2021
Áburðarritið Græðir má finna hér: Græðir 2021
Í ár bjóðum við öllum sem panta fyrir 31. janúar og kaupa 10 sekki eða fleiri frían flutning heim.
Hráefnin í áburðinum skipta máli uppá nýtingu og sprettu
Sérhannaður og fosfórríkur áburður með háan vatnsleysanleika
Græðir áburður er hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Áburðurinn er fosfórríkur og með háan vatnsleysanleika sem hentar vel aðstæðum á Íslandi þar sem er kalt loftslag, stuttur vaxtatími og sérstök jarðvegsgerð krefst hærra fosfórsinnihalds.
Kalkríkar tegundir
Köfnunarefnið í Græði áburði er kalkríkara en hjá öðrum íslenskum innflytjendum áburðar. Kalk er mikilvægt til þess að vinna gegn súrnun jarðvegs en súr jarðvegur eykur hættu á kalskemmdum. Rétt sýrustig jarðvegs tryggir bæði meiri uppskeru og betri heygæði.
Fjölkorna og einkorna ábuður
Í Græði áburði eru öll áburðarkornin einkorna. Við framleiðslu á Fjölgræði eru einkorna áburðartegundir einnig aðal hráefnin, en áburðurinn telst þó fjölkorna. Kornastærð og eðlisþyngd er því jöfn sem tryggir bestu mögulegu dreifigæði.
Áburður án kadmium
Græðir áburður inniheldur ekki þungmálma eins og kadmium. Fosfórinn í tegundum Græðis er upprunninn frá Kolaskaga. Framleiðendur í Evrópu nota jafnan ódýran fosfór frá Norður Afríku sem inniheldur mikið af kadmium.
Selenbættur áburður
Niðurstöður heysýna hafa sýnt að selen er að skila sér vel í gróffóðrið. Við munum nú í ár bjóða upp á sjö tegundir með selen: Græðir 8, Græðir 9, Fjölmóði 3, Fjölmóði 4, Fjölgræðir 6, Fjölgræðir 7 og Fjölgræðir 12.
Magnesíumbættur áburður
Til þess að bjóða viðskiptavinum magnesíum hefur Græðir fimm tegundir í vöruskránni sem innihalda magnesíum (Mg). Hráefnið er magnesíum súlfat sem er auðleysanlegt í jarðvegi og plantan nýtir. Tegundirnar sem um ræðir eru Magni 1, Fjölgræðir 6, Fjölgræðir 12, Græðir 1 og Græðir 8.
Bændur eru hvattir til að hafa samband við sölumenn okkar sem munu leiðbeina frekar um val á áburðartegundum og greiðslukjörum.
Starfsfólk Bústólpa ehf.