Innihaldslýsingar

Vöruskrá áburðar 2018

Bústólpi hefur til sölu úrval af einkorna og fjölkorna áburðartegundum, undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar, sem framleiddur er sérstaklega fyrir Íslenskar aðstæður. Efnasamsetning áburðarins tekur þannig mið af rannsóknum og reynslu bænda og ráðunauta gegnum árin.

Eingildur - tvígildur og þrígildur áburður - Hvað merkir það

Helstu innihaldsefni áburðarins eru N, P og K, en N stendur fyrir Nitur eða köfnunarefni, P fyrir Phosphor eða fosfór og K fyrir kalí

N -     merkir að áburður er eingildur köfnunarefnisáburður
         (dæmi: Magni N27)

NP -   merkir að áburður er tvígildur, inniheldur köfnunarefni og fosfór
          (dæmi: Fjölmóði 2 - NP 23-12)

NPK - merkir að áburðurinn er þrígildur, inniheldur öll grunnefnin þrjú,
          köfnunarefni, fosfór og kalí.
          (dæmi: Græðir 9 - NPK 27-6-6)

Auk grunnefnanna þriggja inniheldur áburður einnig snefilefni sem nauðsynleg teljast við ræktun.
Heiti þeirra helstu og tákn eru:

Ca - kalsíum

Mg - magnesíum

S - brennisteinn

B - bór

Se - selen