Nautgripir

Kúafóður Bústólpa - Fiskimjölið gerir gæfumuninn

Fiskimjölið skipar ríkan sess hjá Bústólpa sem lykilhráefni í helstu kúafóðurblöndunum enda afburða próteingjafi í slíkt fóður. Bústólpi framleiðir einnig ódýrari blöndur þar sem fiskimjöli er sleppt en engöngu nýttir ódýrari próteingjafar eins og sojamjöl og repjuhrat. Allar eiga fóðurblöndurnar það sammerkt að vera samsettar úr fjölmörgum hráefnum til að auka á gæði þeirra og fóðrunargildi.

Hjá Bústólpa er að finna fóðurblöndur fyrir allar aðstæður hvort heldur er við eldi kálfa, nautgripa eða fyrir hámjólka kýr.

Premium Pro-Fit er nýtt kjarnfóður frá Bústólpa sem ætlað er að tryggja hámarksefnamagn í mjólk, bæði fitu og prótein, um leið og nyt er hámörkuð. Með þessu fóðri eru sameinaðir kostir fiskimjölsblandna Bústólpa og sérblandna sem ætlað er að vinna sérstaklega gegn lágu fituinnihaldi í mjólk.

Nánari upplýsingar um Premium Pro-Fit má finna hér: Fréttatilkynning Premium Pro-Fit og Premium Pro-Fit upplýsingar

Hér að neðan er listi yfir helstu fóðurtegundirnar og innihaldslýsingar þeirra:

Um fóðurblöndur Bústólpa
Leiðbeiningar um val á kjarnfóðri Bústólpa

Fiskimjölsríkt fóður
Lágpróteinblanda 12%
Alhliðablanda 16%
Orkublanda 20%

Orkukögglar 13%
SP Kögglar 19%

Premium Pro-Fit 13%
Premium Pro-Fit 17%
Búkolla

Kálfakögglar
Nautaeldiskögglar
Kúamix kurl 32,5%

Sojamjöl sem aðal próteingjafi
DK16 - Bústólpi
DK20 - Bústólpi

Robot 16 - Bústólpi
Robot 20 - Bústólpi

kyr