Kálfamjólk og lambamjólk

Rustik og Topstart kálfamjólk Bústólpa ásamt Pontus lambamjólkinni hafa reynst bændum afar vel. Hér er um vandaðar vörur að ræða sem eru auðveldar í allri meðhöndlun. Mjólkin er auðleyst og gengur því vel í sjálfvirkar fóstrur.

kalfur-kalfamjolk-138.jpgRustik kálfamjólk og Pontus lambamjólk eru einstakar að því leiti að þær byggja á mjólkur- og mysupróteinum sem unnin eru úr mjólk í stað þess að nota undanrennu- og mysuduft. Hér er því ekki um neina íblöndun á mysudufti að ræða, en ókostur þess að nota mysuduftið er hve mikið fylgir þá með af mjólkursykrinum.

Rustik kálfamjólk

Fyrir alla kálfa. Gæðamjólk sem gefur öran og öruggan vöxt. Framleitt úr mjólkurpróteinum, laktósa, sérvöldum jurtafitum og hydrólíseruðu hveitiglúteni. Inniheldur öll nauðsynleg vítamín og steinefni sem kálfurinn þarf á að halda. Hentar í allar gerðir kálfafóstra.                                                                                                                                                                                                                                                                                    Nánari upplýsingar um Rustik ásamt leiðbeiningum um fóðrun má finna með því að Smella hér


Topstart kálfamjólk

Ódýrari valkostur. Framleitt úr mysupróteinum, sérvöldum jurtafitum (palm/ kókos/ soja), hveiti próteini, pressuðu bauna hveiti, próteinþykkni úr sojabaunum og hveitisterkju. Inniheldur öll nauðsynleg vítamín og steinefni sem kálfurinn þarf á að halda. Hentar í kálfafóstrur með hræru.


Nánari upplýsingar um Topstart ásamt leiðbeiningum um fóðrun má finna með því að Smella hér


Pontus lambamjólk

Pontus lambamjólk inniheldur öll þau næringarefni sem lömbum eru nauðsynleg, en mikilvægt er þó að tryggja að lömbin fái í upphafi hrámjólk (2 til 3 dl) eins fljótt og auðið er eftir burð í tilvikum þar sem ætlunin er að fæða lambið eingöngu á lambamjólkinni. Þetta er mikilvægt þar sem hrámjólkin (broddmjólk) inniheldur mörg mikilvæg efni fyrir eðlilegan þroska ónæmiskerfisins hjá lömbunum.

Innihaldslýsingu og nánari leiðbeiningar má nálgast með því að smella hér